Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög landsmannna hafi sitt að segja þegar kemur að útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09
Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01