Hefur þroskast sem höfundur síðan hann skrifaði fyrstu bókina ellefu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2021 15:01 Smári Hannesson rithöfundur. Vísir/Stöð 2 Fjórtán ára rithöfundur sem gaf út bók fyrir jól telur börn samsama sig betur skrifum hans en fullorðinna höfunda. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann skrásetti söguna og segist hvergi nærri hættur. Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir. Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira