Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 13:19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni koma fyrirtækjum til aðstoðar án þess að það hafi verið tilgreint nánar. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja. Ríkisstjórnin kynnti í gær víðtækar samkomutakmarkanir vegna vaxandi útbreiðslu nýjasta afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að neyðarstjórn borgarinnar hafi fundað eftir að ný reglugerð stjórnvalda hefði verið kynnt. Hann saknaði þess að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Dagur segir margvíslegan rekstur þurfa á jólavertíðinni að halda til að rétta úr kútnum. Janúar og febrúar geti orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst í veitingarekstri, viðburðahaldi, sviðlist og ferðaþjónustu. Dagur B. Eggertsson vill að stjórnvöld skilji fyrirtæki ekki eftir í óvissu yfir hátíðarnar.Vísir/Vilhelm „Mér finnst skipta miklu máli að ríkisstjórn og Alþingi gefi miklu skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna vegna faraldursins yfir hátíðarnar,“ segir borgarstjóri. Skýra þurfi hvaða úrræði verði endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að stjórnvöld hefðu kveðið skýrt upp úr með að komið yrði til móts við þá sem yrðu fyrir skertum opnunartíma vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. „Nú eru hlutirnir enn og aftur að breytast og ný veira að dreifa sér hraðar en við höfum áður séð. Það kallar sömuleiðis á viðbrögð. Við ætlum bara að vera samkvæm sjálfum okkur í viðbrögðum. Við höfum alltaf brugðist við í samræmi við aðstæður,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni bregðast við ef það þrengdi í búi núna vegna sóttvarnaráðstafana og aðgerða stjórnvalda. „Þá getur það vel réttlætt að við virkjum að nýju úrræði sem hafa reynst vel.“ Eru hótel þar undir til dæmis? „Það gæti verið. En nú verðum við aðeins að áskilja okkur rétt til að meta þessa stöðu,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær víðtækar samkomutakmarkanir vegna vaxandi útbreiðslu nýjasta afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að neyðarstjórn borgarinnar hafi fundað eftir að ný reglugerð stjórnvalda hefði verið kynnt. Hann saknaði þess að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Dagur segir margvíslegan rekstur þurfa á jólavertíðinni að halda til að rétta úr kútnum. Janúar og febrúar geti orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst í veitingarekstri, viðburðahaldi, sviðlist og ferðaþjónustu. Dagur B. Eggertsson vill að stjórnvöld skilji fyrirtæki ekki eftir í óvissu yfir hátíðarnar.Vísir/Vilhelm „Mér finnst skipta miklu máli að ríkisstjórn og Alþingi gefi miklu skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna vegna faraldursins yfir hátíðarnar,“ segir borgarstjóri. Skýra þurfi hvaða úrræði verði endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að stjórnvöld hefðu kveðið skýrt upp úr með að komið yrði til móts við þá sem yrðu fyrir skertum opnunartíma vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. „Nú eru hlutirnir enn og aftur að breytast og ný veira að dreifa sér hraðar en við höfum áður séð. Það kallar sömuleiðis á viðbrögð. Við ætlum bara að vera samkvæm sjálfum okkur í viðbrögðum. Við höfum alltaf brugðist við í samræmi við aðstæður,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni bregðast við ef það þrengdi í búi núna vegna sóttvarnaráðstafana og aðgerða stjórnvalda. „Þá getur það vel réttlætt að við virkjum að nýju úrræði sem hafa reynst vel.“ Eru hótel þar undir til dæmis? „Það gæti verið. En nú verðum við aðeins að áskilja okkur rétt til að meta þessa stöðu,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20