Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2021 16:36 Frá og með miðnætti í kvöld verður tuttugu manna samkomubann í gildi á landinu öllu. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Hertar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikann á 200 manna hraðprófsviðburðum, tveggja metra reglu og styttan opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT, segir ljóst er að ekki er unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ segir Björn. Hann segir fordæmi fyrir því að veita undanþágu þar sem Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens og Jólavinatónleikar Emmsjé Gauta fá að fara fram á morgun, þá samkvæmt fyrri sóttvarnareglum. Þá hafi það ekki sýnt sig sérstaklega í þessari bylgju að fólk sé líklegra til að smitast á veitingastöðum eða krám. „Það er miklu meiri umgangur fólks á svona tónleikum heldur en nokkurn tímann þegar þú ferð inn á veitingastað eða krá þar sem er setið í sæti, þannig ég myndi segja að það væri mun öruggara ef eitthvað er að fara á veitingahús heldur en tónleika eða stórskemmtun,“ segir Björn. „Jafnvel þó að þú sért búinn að taka próf, því að það er búið að sýna sig þar líka að þó að fólk fari í hraðpróf og allt þetta, þá eru að koma upp smit á þessum skemmtunum,“ segir Björn enn fremur. Samtökin hafa fengið þau svör frá heilbrigðisráðuneytinu að beiðnin sé nú til skoðunar og bindur Björn vonir við það að fallist verði á beiðnina. „Við vonum bara að hann taki vel í þetta og hlusti á það sem við erum að biðja um, þetta er í raun bara frestun á þessum aðgerðum um einn sólarhring og við sjáum í rauninni ekki hversu miklu það ætti að breyta að fá einn dag í viðbót,“ segir Björn. „Þorláksmessa er bara á morgun þannig að það er voða lítill biðtími í rauninni því það liggur mikið undir hjá fyrirtækjum sem eru búin að kaupa hráefni, það er búið að undirbúa mat, og það er margt sem liggur þarna undir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Hertar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikann á 200 manna hraðprófsviðburðum, tveggja metra reglu og styttan opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT, segir ljóst er að ekki er unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ segir Björn. Hann segir fordæmi fyrir því að veita undanþágu þar sem Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens og Jólavinatónleikar Emmsjé Gauta fá að fara fram á morgun, þá samkvæmt fyrri sóttvarnareglum. Þá hafi það ekki sýnt sig sérstaklega í þessari bylgju að fólk sé líklegra til að smitast á veitingastöðum eða krám. „Það er miklu meiri umgangur fólks á svona tónleikum heldur en nokkurn tímann þegar þú ferð inn á veitingastað eða krá þar sem er setið í sæti, þannig ég myndi segja að það væri mun öruggara ef eitthvað er að fara á veitingahús heldur en tónleika eða stórskemmtun,“ segir Björn. „Jafnvel þó að þú sért búinn að taka próf, því að það er búið að sýna sig þar líka að þó að fólk fari í hraðpróf og allt þetta, þá eru að koma upp smit á þessum skemmtunum,“ segir Björn enn fremur. Samtökin hafa fengið þau svör frá heilbrigðisráðuneytinu að beiðnin sé nú til skoðunar og bindur Björn vonir við það að fallist verði á beiðnina. „Við vonum bara að hann taki vel í þetta og hlusti á það sem við erum að biðja um, þetta er í raun bara frestun á þessum aðgerðum um einn sólarhring og við sjáum í rauninni ekki hversu miklu það ætti að breyta að fá einn dag í viðbót,“ segir Björn. „Þorláksmessa er bara á morgun þannig að það er voða lítill biðtími í rauninni því það liggur mikið undir hjá fyrirtækjum sem eru búin að kaupa hráefni, það er búið að undirbúa mat, og það er margt sem liggur þarna undir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57