Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2021 16:36 Frá og með miðnætti í kvöld verður tuttugu manna samkomubann í gildi á landinu öllu. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Hertar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikann á 200 manna hraðprófsviðburðum, tveggja metra reglu og styttan opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT, segir ljóst er að ekki er unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ segir Björn. Hann segir fordæmi fyrir því að veita undanþágu þar sem Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens og Jólavinatónleikar Emmsjé Gauta fá að fara fram á morgun, þá samkvæmt fyrri sóttvarnareglum. Þá hafi það ekki sýnt sig sérstaklega í þessari bylgju að fólk sé líklegra til að smitast á veitingastöðum eða krám. „Það er miklu meiri umgangur fólks á svona tónleikum heldur en nokkurn tímann þegar þú ferð inn á veitingastað eða krá þar sem er setið í sæti, þannig ég myndi segja að það væri mun öruggara ef eitthvað er að fara á veitingahús heldur en tónleika eða stórskemmtun,“ segir Björn. „Jafnvel þó að þú sért búinn að taka próf, því að það er búið að sýna sig þar líka að þó að fólk fari í hraðpróf og allt þetta, þá eru að koma upp smit á þessum skemmtunum,“ segir Björn enn fremur. Samtökin hafa fengið þau svör frá heilbrigðisráðuneytinu að beiðnin sé nú til skoðunar og bindur Björn vonir við það að fallist verði á beiðnina. „Við vonum bara að hann taki vel í þetta og hlusti á það sem við erum að biðja um, þetta er í raun bara frestun á þessum aðgerðum um einn sólarhring og við sjáum í rauninni ekki hversu miklu það ætti að breyta að fá einn dag í viðbót,“ segir Björn. „Þorláksmessa er bara á morgun þannig að það er voða lítill biðtími í rauninni því það liggur mikið undir hjá fyrirtækjum sem eru búin að kaupa hráefni, það er búið að undirbúa mat, og það er margt sem liggur þarna undir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Hertar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikann á 200 manna hraðprófsviðburðum, tveggja metra reglu og styttan opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT, segir ljóst er að ekki er unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ segir Björn. Hann segir fordæmi fyrir því að veita undanþágu þar sem Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens og Jólavinatónleikar Emmsjé Gauta fá að fara fram á morgun, þá samkvæmt fyrri sóttvarnareglum. Þá hafi það ekki sýnt sig sérstaklega í þessari bylgju að fólk sé líklegra til að smitast á veitingastöðum eða krám. „Það er miklu meiri umgangur fólks á svona tónleikum heldur en nokkurn tímann þegar þú ferð inn á veitingastað eða krá þar sem er setið í sæti, þannig ég myndi segja að það væri mun öruggara ef eitthvað er að fara á veitingahús heldur en tónleika eða stórskemmtun,“ segir Björn. „Jafnvel þó að þú sért búinn að taka próf, því að það er búið að sýna sig þar líka að þó að fólk fari í hraðpróf og allt þetta, þá eru að koma upp smit á þessum skemmtunum,“ segir Björn enn fremur. Samtökin hafa fengið þau svör frá heilbrigðisráðuneytinu að beiðnin sé nú til skoðunar og bindur Björn vonir við það að fallist verði á beiðnina. „Við vonum bara að hann taki vel í þetta og hlusti á það sem við erum að biðja um, þetta er í raun bara frestun á þessum aðgerðum um einn sólarhring og við sjáum í rauninni ekki hversu miklu það ætti að breyta að fá einn dag í viðbót,“ segir Björn. „Þorláksmessa er bara á morgun þannig að það er voða lítill biðtími í rauninni því það liggur mikið undir hjá fyrirtækjum sem eru búin að kaupa hráefni, það er búið að undirbúa mat, og það er margt sem liggur þarna undir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57