BBC fjallar um kaupin í dag og segir að enn standi ljón í veginum. Verði af kaupunum muni Barcelona hins vegar greiða 55 milljónir evra við kaupin, jafnvirði rúmlega 8 milljarða króna, og 10 milljónir evra til viðbótar síðar meir.
Barcelona hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum sem meðal annars leiddu til þess að félagið missti Lionel Messi síðasta sumar til PSG. Samkvæmt BBC fékk félagið hins vegar nýlega bankalán til að fjármagna kaupin á Torres.
Aftur á móti þarf Barcelona að selja einhverja af sínum leikmönnum til að uppfylla reglur spænsku deildarinnar um fjárhagslega háttvísi.
Torres á sömuleiðis eftir að samþykkja vistaskiptin en ekki er talið að hann setji sig upp á móti þeim.
Torres kom til City frá Valencia í ágúst 2020 og hefur skorað 16 mörk í 43 leikjum fyrir City.