Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 11:27 Þórólfur sagði samstöðuna mikilvæga. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira