„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2021 11:56 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58
Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01