„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2021 11:56 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Þríeykið sneri aftur á skjái landsmanna á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma yfir stöðuna vegna Covid-19, en metfjöldi smita greindist í gær. Omíkron-afbrigðið er að taka yfir. Alma fór yfir sviðið hvað varðar Landspítalann og sagði hún að tölur frá Danmörku gæfu til kynna að veikindi vegna omíkron væru minni, og innlagningarhlutfall á heilbrigðisstofnanir þar í landi væru lægri, sem stendur. Allar legudeildir nema Covid-legudeildin fullar, og vel það Álagið á Landspítalann væri hins vegar mikið sem ekki væri hægt að kenna Covid eingöngu um. „Allar legudeildir nema Covid-legudeildin eru fullar og vel það. Mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildunum síðustu vikurnar þrátt fyrir að álag af völdum Covid verið viðráðanlegt. Þá hefur staðan á bráðamóttökunni verið óásættanleg til lengri tíma,“ sagði Alma. Ýmislegt hafi verið gert til að bæta stöðuna, verið væri að fjölga legurýmum og hjúkrunarrýmum svo dæmmi séu tekin. Engu að síður væri staðan þung á Landspítalanum. „Þessi þunga staða á Landspítalanum er uppi þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. Þess vegna höfum við áhyggjur af þessari stóru bylgju af omíkron-smitum. Ef smitin verða mörg má búast við auknum fjölda innlagna,“ sagði Alma. Verið væri að leita allra leiða til að undirbúa kerfið undir slíka stöðu. Þar væri lykilatriði að styrkja Covid-göngudeildina, meðal annars með sjálfvirknivæðingu til að létta á álagi á starfsfólki. Þá væri verið að skoða aukna aðkomu annarra heilbrigðisstofnaa við að taka við sjúklingum frá Landspítalanum. Alma var einnig spurð út í mönnunarstöðu Landspítalans, í ljósi mikillar fjölgunar þeirra sem greinst hafa með Covid-19 að undanförnu. „Auðvitað þegar samfélagslegt smit er svona útbreitt þá kemur það niður á starfsfólki Landspítalans eins og annars staðar. Núna eru tæplega 40 í einangrun af starfsfólkinu og eitthvað álíka í sóttkví en gæti átt eftir að fjölga,“ sagði Alma. „Mönnunin er Akkilesar-hællinn. Þess vegna er verið að leita allra leiða til að létta álagi af Landspítalanum til að sjálfvirknivæða vinnuna á Covid-göngudeildinna. Síðan kemur til álita að flytja sjúklinga annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58 Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23. desember 2021 10:58
Kári segir Willum hafa gert mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01