Simmi Vill harmar innilega vanhugsað tíst sitt Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2021 13:40 Sigmar Vilhjálmsson birti umdeilt tíst á Twitter í gær sem reitti margan þar til reiði, svo mjög að margir hótuðu því að sniðganga þá veitingastaði sem hann rekur. Simmi hefur nú beðist afsökunar og harmar mistökin, þau að hafa skrifað tístið. vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður með meiru hefur sent út innblásna tilkynningu þar sem hann harmar mistök sín og biðst afsökunar á því sem hann kallar virkilega lélegt og rangt tíst á Twitter. „Þetta var virkilega vanhugsað og mislukkað tíst. Ekki bara var það efnislega rangt, heldur má lesa úr því að ég sé að að hvetja fólk til að virða ekki sóttkví eða einangrun. ÉG MYNDI ALDREI HVETJA TIL ÞESS,“ segir Sigmar í pistli sem hann birti Facebook. Það að grípa til hástafa á samfélagsmiðlum er til marks um að fólki sé talsvert niðri fyrir. Uppi varð fótur og fit á Twitter, sem reyndar er ekkert nýtt en Sigmar, sem ætíð er kallaður Simmi Vill, reitti fjölmarga til reiði í gær þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: Ef þú er send/ur eða skipuð/aður í sóttkví eða einangrun, þá getur þú kært niðurstöðuna og þér verður sleppt út. Það er ekki lagaleg heimild fyrir þessum aðgerðum. Þetta vissi ég ekki fyrr en í dag og ákvað að deila því með ykkur. Ekkert að þakka, þetta samtal kostaði bara 24K Tístið fór vægast sagt þversum ofan í margan manninn. En nú dregur veitingamaðurinn í land með hlaðinni afsökunarbeiðni. Hótanir um boycott vegna tístsins Simmi segir að frá upphafi Covid hafi hann lagt á það áherslu við börnin mín og samstarfsfólk að „gera þetta vel og gera þetta saman“. Taka öllu af æðruleysi og vinna þetta saman í lausnum innan þeirra reglna sem liggja fyrir. Hann rekur í afsökunarpistli sínum að fyrirtæki hans og samstarfsfólks hafi verið í fararbroddi í sóttvörnum á þeirra stöðum; innleiddu snertilausar lausnir á stöðum í Mars 2020, hitamyndavélar við inngang staðanna, sprittbrúsa á öllum borðum, hólfaskiptingar með sérmerktum salernum og dyravörðum sem framfylgt hafa opnunartímum og 2 metra reglu. Miklu hafi verið kostað til í að halda okkar stöðum algjörlega til fyrirmyndar. „Tíst mitt á twitter er því algjörlega ferlegt, því að það slær rýrð á allt sem við stöndum fyrir. Tístið gefur í skyn að við viljum vinna gegn reglum, sem er alls ekki raunin.“ Simmi segist ekki síst skulda samstarfsfólki sínu afsökunarbeiðni því þetta ferlega tíst sé þess efnis að það geti hreinilega rifið niður alla þá vinnu sem að baki er. „Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum er með þeim hætti að fólk segist ætla að hætta viðskiptum við staðina okkar og slíkt ógnar atvinnuöryggi samstarfsmanna minna. Það er ekki góð tilfinning inn í hátíðirnar. Ég ber ábyrgð á því.“ Hrein og klár mistök Simmi segist miður sín að hafa þetta fram og miður sín ef það gefi einhverjum þá hugmynd að það sé í lagi að virða ekki sóttkví eða einangrun. „ÞAÐ ER EKKI í lagi.“ Simmi segist sjálfur hafa bæði verið í sóttkví og einangrun, hann líti á það sem skyldu sína og allra að sinna því samviskusamlega. „Ég á nú ekki von á að afsökunarbeiðni mín nái til jafnmargra og þetta lélega tíst mitt, enda virðist nú oftast það neikvæða vera meira spennandi en það jákvæða. Það er ósk mín að fólk skilji að þetta tíst var hrein og klár mistök af minni hálfu og að fólk finni það í hjarta sínu að fyrirgefa þessi mistök,“ segir Simmi og óskar öllum gleðilegra jóla. Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. 12. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Þetta var virkilega vanhugsað og mislukkað tíst. Ekki bara var það efnislega rangt, heldur má lesa úr því að ég sé að að hvetja fólk til að virða ekki sóttkví eða einangrun. ÉG MYNDI ALDREI HVETJA TIL ÞESS,“ segir Sigmar í pistli sem hann birti Facebook. Það að grípa til hástafa á samfélagsmiðlum er til marks um að fólki sé talsvert niðri fyrir. Uppi varð fótur og fit á Twitter, sem reyndar er ekkert nýtt en Sigmar, sem ætíð er kallaður Simmi Vill, reitti fjölmarga til reiði í gær þegar hann skrifaði á Twitter-síðu sína: Ef þú er send/ur eða skipuð/aður í sóttkví eða einangrun, þá getur þú kært niðurstöðuna og þér verður sleppt út. Það er ekki lagaleg heimild fyrir þessum aðgerðum. Þetta vissi ég ekki fyrr en í dag og ákvað að deila því með ykkur. Ekkert að þakka, þetta samtal kostaði bara 24K Tístið fór vægast sagt þversum ofan í margan manninn. En nú dregur veitingamaðurinn í land með hlaðinni afsökunarbeiðni. Hótanir um boycott vegna tístsins Simmi segir að frá upphafi Covid hafi hann lagt á það áherslu við börnin mín og samstarfsfólk að „gera þetta vel og gera þetta saman“. Taka öllu af æðruleysi og vinna þetta saman í lausnum innan þeirra reglna sem liggja fyrir. Hann rekur í afsökunarpistli sínum að fyrirtæki hans og samstarfsfólks hafi verið í fararbroddi í sóttvörnum á þeirra stöðum; innleiddu snertilausar lausnir á stöðum í Mars 2020, hitamyndavélar við inngang staðanna, sprittbrúsa á öllum borðum, hólfaskiptingar með sérmerktum salernum og dyravörðum sem framfylgt hafa opnunartímum og 2 metra reglu. Miklu hafi verið kostað til í að halda okkar stöðum algjörlega til fyrirmyndar. „Tíst mitt á twitter er því algjörlega ferlegt, því að það slær rýrð á allt sem við stöndum fyrir. Tístið gefur í skyn að við viljum vinna gegn reglum, sem er alls ekki raunin.“ Simmi segist ekki síst skulda samstarfsfólki sínu afsökunarbeiðni því þetta ferlega tíst sé þess efnis að það geti hreinilega rifið niður alla þá vinnu sem að baki er. „Viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum er með þeim hætti að fólk segist ætla að hætta viðskiptum við staðina okkar og slíkt ógnar atvinnuöryggi samstarfsmanna minna. Það er ekki góð tilfinning inn í hátíðirnar. Ég ber ábyrgð á því.“ Hrein og klár mistök Simmi segist miður sín að hafa þetta fram og miður sín ef það gefi einhverjum þá hugmynd að það sé í lagi að virða ekki sóttkví eða einangrun. „ÞAÐ ER EKKI í lagi.“ Simmi segist sjálfur hafa bæði verið í sóttkví og einangrun, hann líti á það sem skyldu sína og allra að sinna því samviskusamlega. „Ég á nú ekki von á að afsökunarbeiðni mín nái til jafnmargra og þetta lélega tíst mitt, enda virðist nú oftast það neikvæða vera meira spennandi en það jákvæða. Það er ósk mín að fólk skilji að þetta tíst var hrein og klár mistök af minni hálfu og að fólk finni það í hjarta sínu að fyrirgefa þessi mistök,“ segir Simmi og óskar öllum gleðilegra jóla.
Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. 12. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. 12. nóvember 2021 13:31