„Getur verið að fólk sé ekki að fara í prófin eins fljótt og það gerði“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 17:30 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk mæti í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn í dag ekki vera stóran þegar kemur að sýnatökum, þrátt fyrir að metfjöldi hafi greinst með Covid-19 í gær. Mögulegt er að fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku fyrir jólin. Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Heldur færri mættu í sýnatöku í dag vegna Covid-19 í dag heldur en undanfarna daga en að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eiga þau von á að taka um þrjú þúsund PCR-sýni og tvö þúsund hraðgreiningarpróf í dag. „Hingað til hafa hraðgreiningarprófin yfirleitt verið aðeins fleiri en nú eru einkennasýnatökur og sóttkvíarsýnatökur heldur fleiri, og við upplifum það heldur að þær séu hlutfallslega fleiri. En þetta er ekki stór dagur, alls ekki,“ segir Óskar. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, eða 443 innanlands og 51 á landamærunum. Í einangrun eru nú 2.622 manns og eru 3.159 í sóttkví. Aðspurður um hvort fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku, til að mynda svo það lendi ekki í einangrun yfir jólin, segir Óskar það erfitt að segja. „Það er svona eitthvað talað um það, það getur verið að fólk sé ekki alveg að fara í prófin eins fljótt og það gerði og það líða einhverjir dagar, sem er mjög óheppilegt vegna þess að um leið og það líða einhverjir dagar þar til sýnin eru tekin þá ertu búinn að vera að umgangast aðra og gætir verið búinn að dreifa veirunni,“ segir Óskar. Kemur ekki á óvart ef margir mæta yfir hátíðirnar Mikið álag hefur verið á sýnatökustöðum undanfarnar vikur en Óskar segir allt ganga vel hjá þeim um þessar mundir. „Við erum mjög vel mönnuð og það er góður gangur á þessu þannig það er nánast engin bið. Þó að við séum að taka þessi fimm þúsund sýni í dag þá er fólk ekkert að bíða, það labbar nánast bara inn, það er svona upp undir korter svona í lengstu bið,“ segir Óskar. Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. „Það gæti komið dálítið margir á morgun, þetta er auðvitað stuttur tími þannig þetta getur orðið svolítið þétt, en við erum vel mönnuð,“ segir Óskar. „Alla dagana verður vel mannað og það ætti ekki að vera nein sérstök bið neins staðar.“ Hann hvetur alla sem eru með minnstu einkenni til að mæta í sýnatöku en mögulega munu margir fara í sýnatöku yfir hátíðirnar. „Það er mikið um veiruna greinilega í samfélaginu þannig að þess vegna ættu að vera margar PCR sýnatökur, það kemur okkur ekkert á óvart þó þeir verði margir,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir „Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56 Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27 Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. 23. desember 2021 11:56
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 23. desember 2021 11:27
Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. 23. desember 2021 09:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent