Óvenjulegar jólakveðjur vekja athygli hlustenda Rásar 1 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2021 13:30 Lesnar jólakveðjur á Rás 1 eru fastur liður í jólahefðum margra Íslendinga. Vísir/Vilhelm Jólakveðjurnar sem lesnar eru á Rás 1 í aðdraganda jóla og áramóta eru í huga margra órjúfanlegur hluti af jólahefðinni hér á landi. Fjölmargir senda vinum og ættingjum jólakveðjur í útvarpinu, sem oftar en ekki eru hugheilar. Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021 Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021
Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira