Óvenjulegar jólakveðjur vekja athygli hlustenda Rásar 1 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2021 13:30 Lesnar jólakveðjur á Rás 1 eru fastur liður í jólahefðum margra Íslendinga. Vísir/Vilhelm Jólakveðjurnar sem lesnar eru á Rás 1 í aðdraganda jóla og áramóta eru í huga margra órjúfanlegur hluti af jólahefðinni hér á landi. Fjölmargir senda vinum og ættingjum jólakveðjur í útvarpinu, sem oftar en ekki eru hugheilar. Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021 Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021
Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira