Búast má við enn hærri tölum eftir helgi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 18:38 Gríðarlegur fjöldi hefur skimaður á Suðurlandsbraut síðustu daga. Vísir/Vilhelm 16 ára unglingur er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið. 493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
493 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 29 á landamærum. Aðeins tæplega þriðjungur var í sóttkví við greiningu. Þetta er þriðji dagurinn í þessari viku sem met er slegið. Tæplega 3.200 manns eru í einangrun og ríflega 4.000 í sóttkví. Alls eru ellefu á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu. Af þeim eru þrír í öndunarvél. Einn þeirra er aðeins sextán ára gamall samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan viðkomandi. Langflestir þeirra sem eru í einangrun núna eru á aldrinum 18-29 ára en þar á eftir kemur aldurshópurinn 6-12 ára. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir talsmaður almannavarna segir að tölur síðustu daga komi ekki á óvart.Vísir „Þetta er það sem við bjuggumst við og það sem að minnisblað Þórólfs byggir á og spálíkanið hans Thors Asperlunds. Við vitum það náttúrulega um helgar og á frídögum eins og þessum eru alltaf færri sýni en venjulega þannig að það má búast við enn meiri aukningu næstu daga.“ Gríðarlegt álag sé á smitrakningarteyminu. „Smitrakningin gengur vel en líka af því við höfum bætt mikið við fjöldann í úthringingum. Við höfum líka fengið aðstoð frá sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum sem hringja kauplaust í fólk nú yfir hátíðarnar,“ segir hún. Ingibjörg segir flesta taka símtali um einangrun eða sóttkví af yfirvegun. „Það er alveg ótrúlegt hvað langflestir sýna þessu mikið æðruleysi og fara strax í að reyna að finna nýjar leiðir til að verja tímanum saman eins og með fjarfundarbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Ríflega 200 dvelja nú í farsóttarhúsnunum í Reykjavík og eru ennþá nokkur herbergi laus. Búist er við að fimmta farsóttarhúsið opni í Reykjavík í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
Sextán ára í öndunarvél vegna Covid Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu. 25. desember 2021 15:57