Eigandi Dimmu er í áfalli: Lausir hundar drápu kött á hrottalegan hátt Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 20:52 Hundarnir urðu Dimmu að bana á Þorláksmessu. Aðsend/Facebook Agnes Gróa Jónsdóttir, eigandi kattar sem tveir hundar drápu með hrottalegum hætti á Þorláksmessu, segir köttinn Dimmu hafa verið sér allt og að hún ætli að kæra málið til lögreglu. Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira