Talíbanar banna langferðir kvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 14:31 Ökumönnum hvers kyns farartækja er nú óheimilt að hleypa konum, sem eru einar á langferð og án viðeigandi höfuðslæðu, inn í ökutækin. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu. Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu.
Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31