Byrjaði að leika á eldri árum og sló rækilega í gegn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 21:00 María Guðmundsdóttir, leikkona. Oddvar Hjartar Hún var algjör þjóðargersemi, segja vinir Maríu Guðmundsdóttur leikkonu sem lést nýverið eftir veikindi. Henni er lýst sem brjálæðislega fyndinni og skemmtilegri, en á sama tíma auðmjúkri og hógværri. María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi. Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi.
Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira