Byrjaði að leika á eldri árum og sló rækilega í gegn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 21:00 María Guðmundsdóttir, leikkona. Oddvar Hjartar Hún var algjör þjóðargersemi, segja vinir Maríu Guðmundsdóttur leikkonu sem lést nýverið eftir veikindi. Henni er lýst sem brjálæðislega fyndinni og skemmtilegri, en á sama tíma auðmjúkri og hógværri. María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi. Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi.
Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira