Kim Kardashian sýndi frá því á Instagram í gær að systkinin hefðu öll fengið rafbíl jólagjöf frá mömmu. Bílarnir eru samkvæmt People að tegundinni MOKE.
Bílarnir voru í öllum regnbogans litum, þar á meðal bleikum, gulum, hvítum og appelsínugulum. Fjölskyldan býr í sólríku Los Angeles og stutt frá hvert öðru svo bílarnir munu væntanlega koma vel að notum í heimsóknir með umhverfisvænni hætti. Kardashian fjölskyldan á mjög stóran bílaflota af jeppum og sportbílum.

