Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. desember 2021 16:39 Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala. Vísir Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. Neyðarstigi var lýst yfir á Landspítala upp úr klukkan 15 í dag. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur og það aðeins aukist með fjölgun smitaðra í samfélaginu. 21 er inniliggjandi á Landspítala í dag með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. Landspítali tilkynnti þá fyrr í dag að þrjátíu sjúklingar verði fluttir af spítalanum á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álagsins. Yfir hundrað starfsmenn spítalans eru nú í einangrun vegna Covid-19, sem er lang mesti fjöldinn frá því að faraldurinn hófst, og annar eins fjöldi er í sóttkví. Neyðarstigi var síðast lýst yfir á spítalanum þegar hópsmit kom upp á Landakoti haustið 2020. „Staðan er orðin mjög alvarleg varðandi getu spítalans til að sinna sínu hlutverki. Við getum í raun aðeins sinnt brýnustu verkefnum og verðum að endurskipuleggja starfsemi spítalans svo það sé unnt,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, í samtali við fréttastofu. Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví til vinnu Nú sé verið að endurmeta nálgun spítalans á starfsmenn í sóttkví og til standi að kalla þá inn til starfa. „Við erum að breyta okkar nálgun gagnvart sóttkví og kveðum þá starfsmenn til starfa og beitum ákveðnum aðgerðum til að koma í veg fyrir að hætta sé á smiti frá þeim,“ segir Runólfur. Ákall spítalans um aðstoð annarra heilbrigðisstofnana sé til marks um þá alvarlegu stöðu sem upp sé komin. Fyrir utan kórónuveirufaraldurinn hafi verið mikið álag á spítalanum vegna annarra þátta um langt skeið. Alvarleg staða hafi til dæmis verið uppi á bráðamóttökunni undanfarna mánuði. Útslagið sé þó brottfall þeirra mörgu starfsmanna sem greinst hafi smitaðir af veirunni. „Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands og aðrar heilbrigðisstofnanir hafa með spítalanum unnið að því að finna leiðir til að færa einstaklinga, sem eru við útskrift en geta að einhverjum orsökum ekki farið heim eða á aðrar stofnanir, og það hefur verið leitað fanga um allt land í því skyni. Þó það geti verið óþægilegt fyrir sjúklingana að fara jafnvel í annað bæjarfélag verðum við að skapa möguleika fyrir spítalann að sinna hættulega veikum einstaklingum á spítalanum,“ segir Runólfur. „Það hefur verið unnið að þessu að undanförnu, því það var fyrirsjáanlegt eftir að ómíkron-afbrigðið kall á, að það yrði vandamál með legurými, sem hefur verið vandamál um langt skeið.“ Enginn Covid-smitaðra á hjartadeild alvarlega veikur af Covid Greint var frá því í gær að hópsmit sé komið upp á hjartadeild Landspítalans og sömuleiðis hafa sjúklingar á öðrum deildum greinst smitaðir af veirunni. Runólfur veit þó ekki betur en þeir sem greinst hafi á hjartadeildinni sýni allir lítil sem engin veikindi og þeir séu allir bólusettir. Þó innlagnartíðni sé nú lág megi búast við að innlögnum fjölgi á næstu dögum og vikum eftir því sem fleiri smitist af veirunni. „Við gerum ráð fyrir því að alvarleg veikindi verði minni með ómíkron, ef marka má reynslu annarra þjóða. En við erum líka með óbólusetta inni á spítalanum, og af þeim sem eru inniliggjandi með Covid er um helmingur óbólusettur. Það gæti verið aðeins frábrugðið í dag, þar sem þeir sem bættust við af hjartadeildinni voru allir bólusettir,“ segir Runólfur. „Við auðvitað vonum það besta en við verðum að gera ráð fyrir að fjöldi einstaklinga sem verði veikir muni leggjast inn á næstu vikum.“ Hann gerir ráð fyrir því að ómíkron-bylgjan muni vara í nokkrar vikur til viðbótar. „Það er erfitt að segja. Ef horft er til Suður-Afríku, þar sem ómíkron kom fram fyrir allnokkrum vikum, er talað um að bylgjan þar sé byrjuð að minnka. Við þurfum að þrauka í fjórar, fimm, sex vikur í viðbót og tjalda öllu til sem við höfum til að tryggja þeim sem verða fyrir smiti og verða veikir sem besta mögulega þjónustu.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Neyðarstigi var lýst yfir á Landspítala upp úr klukkan 15 í dag. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur og það aðeins aukist með fjölgun smitaðra í samfélaginu. 21 er inniliggjandi á Landspítala í dag með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. Landspítali tilkynnti þá fyrr í dag að þrjátíu sjúklingar verði fluttir af spítalanum á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álagsins. Yfir hundrað starfsmenn spítalans eru nú í einangrun vegna Covid-19, sem er lang mesti fjöldinn frá því að faraldurinn hófst, og annar eins fjöldi er í sóttkví. Neyðarstigi var síðast lýst yfir á spítalanum þegar hópsmit kom upp á Landakoti haustið 2020. „Staðan er orðin mjög alvarleg varðandi getu spítalans til að sinna sínu hlutverki. Við getum í raun aðeins sinnt brýnustu verkefnum og verðum að endurskipuleggja starfsemi spítalans svo það sé unnt,“ segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, í samtali við fréttastofu. Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví til vinnu Nú sé verið að endurmeta nálgun spítalans á starfsmenn í sóttkví og til standi að kalla þá inn til starfa. „Við erum að breyta okkar nálgun gagnvart sóttkví og kveðum þá starfsmenn til starfa og beitum ákveðnum aðgerðum til að koma í veg fyrir að hætta sé á smiti frá þeim,“ segir Runólfur. Ákall spítalans um aðstoð annarra heilbrigðisstofnana sé til marks um þá alvarlegu stöðu sem upp sé komin. Fyrir utan kórónuveirufaraldurinn hafi verið mikið álag á spítalanum vegna annarra þátta um langt skeið. Alvarleg staða hafi til dæmis verið uppi á bráðamóttökunni undanfarna mánuði. Útslagið sé þó brottfall þeirra mörgu starfsmanna sem greinst hafi smitaðir af veirunni. „Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands og aðrar heilbrigðisstofnanir hafa með spítalanum unnið að því að finna leiðir til að færa einstaklinga, sem eru við útskrift en geta að einhverjum orsökum ekki farið heim eða á aðrar stofnanir, og það hefur verið leitað fanga um allt land í því skyni. Þó það geti verið óþægilegt fyrir sjúklingana að fara jafnvel í annað bæjarfélag verðum við að skapa möguleika fyrir spítalann að sinna hættulega veikum einstaklingum á spítalanum,“ segir Runólfur. „Það hefur verið unnið að þessu að undanförnu, því það var fyrirsjáanlegt eftir að ómíkron-afbrigðið kall á, að það yrði vandamál með legurými, sem hefur verið vandamál um langt skeið.“ Enginn Covid-smitaðra á hjartadeild alvarlega veikur af Covid Greint var frá því í gær að hópsmit sé komið upp á hjartadeild Landspítalans og sömuleiðis hafa sjúklingar á öðrum deildum greinst smitaðir af veirunni. Runólfur veit þó ekki betur en þeir sem greinst hafi á hjartadeildinni sýni allir lítil sem engin veikindi og þeir séu allir bólusettir. Þó innlagnartíðni sé nú lág megi búast við að innlögnum fjölgi á næstu dögum og vikum eftir því sem fleiri smitist af veirunni. „Við gerum ráð fyrir því að alvarleg veikindi verði minni með ómíkron, ef marka má reynslu annarra þjóða. En við erum líka með óbólusetta inni á spítalanum, og af þeim sem eru inniliggjandi með Covid er um helmingur óbólusettur. Það gæti verið aðeins frábrugðið í dag, þar sem þeir sem bættust við af hjartadeildinni voru allir bólusettir,“ segir Runólfur. „Við auðvitað vonum það besta en við verðum að gera ráð fyrir að fjöldi einstaklinga sem verði veikir muni leggjast inn á næstu vikum.“ Hann gerir ráð fyrir því að ómíkron-bylgjan muni vara í nokkrar vikur til viðbótar. „Það er erfitt að segja. Ef horft er til Suður-Afríku, þar sem ómíkron kom fram fyrir allnokkrum vikum, er talað um að bylgjan þar sé byrjuð að minnka. Við þurfum að þrauka í fjórar, fimm, sex vikur í viðbót og tjalda öllu til sem við höfum til að tryggja þeim sem verða fyrir smiti og verða veikir sem besta mögulega þjónustu.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18
Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55
Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04