Í gærdag mældust síðan í heild um 1.300 jarðskjálftar á öllum Reykjanesskaganum og segir náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar það sé mun minni virkni en daginn þar á undan, þegar um 2.300 skjálftar mældust.
Síðasti stóri skjálftinn kom um klukkan hálfþrjú í gær. Sá mældist 3,9 stig og átti upptök sín við Hofmannaflöt. Sá skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og austur á Hellu.
Fyrr um morgunin hafði annars upp á 3,4 stig riðið yfir á sömu slóðumn og var þar um svokallaða gikkskjálfta að ræða. Talið er að orsök slíkra skjálfta megi rekja til aukins þrýstings við Fagradalsfjall vegna kvikusöfnunar.