Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 11:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira