Norðmaður var með annan vinning og fær hann rúmlega 21 milljónir í sinn hlut. Þá voru þrír Íslendingar sem skiptu með sér hinum al-íslenska vinningi og fengu rúmar sex hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Potturinn stefndi í 440 milljónir króna en hann fór eins og fyrr segir ekki út í þetta skiptið. Það gerði hann hins vegar í síðustu viku þegar ljónheppinn Íslendingur hlaut vinning upp á 439 milljónir króna.