Vellíðan fylgir betra úthaldi og styrk World Class 30. desember 2021 13:56 Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class og Laugar Spa. World Class býður fjölbreytt æfingaform. „Það er mikil orka á World Class stöðvunum á nýju ári. Heilsuræktin er ávallt tekin af fullum krafti þar sem margir sem æfa reglulega hafa ekki náð æfingum yfir hátíðisdagana,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class og Laugar Spa. Hún segir einnig klassískt að strengja áramótaheit til að koma sér í gang í heilsurækt. Margir stefni einnig á skíða- eða gönguferðir á árinu eða jafnvel keppnir og vilja undirbúa sig sem best. Lang best sé að gera heilsurækt að föstum lið í lífinu. „Það er svo margt sem hægt er að njóta betur þegar styrkurinn og úthaldið er í lagi. Heilsuræktin þarf að vera partur af vikuskipulaginu, þannig nást reglulegar æfingar og svo eftir nokkrar vikur verður styrkurinn og úthaldið betra. Andleg og líkamleg vellíðan fylgir með. Fjölbreytnin sem World Class heilsuræktarstöðvarnar bjóða upp á gerir það að verkum að allir geta fundið sér æfingaform sem þeim finnst skemmtilegt og hentar, hvort sem fólk er að byrja eða að koma sér af stað eftir hlé eða vill breyta um æfingaform,“ segir Birgitta. Tækjasalir World Class stöðvanna eru mjög vel búnir tækjum sem henta öllum til styrktar- og þolæfinga. Birgitta mælir með því að æfa eftir æfingaáætlun hvort sem einn eða fleiri æfa saman og má nálgast æfingaáætlanir hjá einkaþjálfurum hér. World Class býður úrval fjölbreyttra opinna tíma, námskeiða, einkaþjálfun og netþjálfun. „Netþjálfunina fórum við af stað með rétt áður en kórónuveiran skall á. Það getur hver sem er keypt aðgang að Netþjálfun World Class og fær þá innan sólarhrings sendan aðgang til að sækja app í símann og hlekk að heimasíðu þar sem prógrammið er keyrt í gegn. Meðal annars er boðið upp á grunnþjálfun í ketilbjöllum, líkamsþyngdaræfingar heima, æfingaáætlun í tækjasal og rassaæfingaprógramm. Myndbönd eru af öllum æfingum og leiðbeiningar fylgja,“ útskýrir Birgitta. Hún leggur áherslu á að vel sé hugað að sóttvörnum og hvetur fólk til að kynna sér úrval námskeiða og opinna tíma á stöðvunum. „World Class heilsuræktarstöðvarnar eru þekktar fyrir að vera með einstaklega gott starfsfólk sem leggur mikla áherslu á að meðlimum líði vel og þeir fái góða þjónustu í heilsuræktinni og í afgreiðslunni. Ræstitæknarnir eru sífellt að þrífa og sótthreinsa til að halda hreinlætinu og sóttvörnum í lagi. Meðlimir eru einnig stöðugt minntir á sínar einstaklings-sóttvarnir með sótthreinsistöndum við inn- og útganga og víðar í stöðvunum ásamt því að taka sér sótthreinsibrúsa og klút til þess að strjúka af áhöldum fyrir og eftir notkun.“ Gott að fá aðhaldið á námskeiðunum Netþjálfun hentar ekki öllum og í boði eru fjölbreytt námskeið sem kennd eru á staðnum sem halda fólki við efnið. „Fjölbreytt úrval 4 - 6 vikna námskeiða sem kennd eru tvisvar til þrisvar í viku hefjast í janúar. Þau veita gott aðhald þar sem það eru litlir lokaðir hópar með fasta mætingu. Þjálfarinn hefur góða yfirsýn og veitir gott aðhald,“ útskýrir Birgitta. „Meðal vinsælla námskeiða eru námskeið kennd í Infrared hita eins og jóganámskeið fyrir stirða og sér tímar fyrir karlmenn, námskeið með áherslu á öndun og hugleiðslu, Pilates og Barre. Þá eru námskeiðin fyrir nýbakaðar mömmur með börnin með og meðgöngufit mikilvæg þar sem vinátta, hjálpsemi og góð ráð eru gefin. Absolute Training styrktar- og þol námskeiðin eru mjög markviss þar sem hver tími byrjar á 15 mín markmiðasetningu og markmiðin svo yfirfarin til halda andlega hlutanum og æfingunum markvisst gangandi.“ Erfiðleikastig aðlagað þátttakendum „WorldFit æfingakerfið er fyrir alla því erfiðleikastig æfinga er aðlagað hverjum og einum. Þannig getur afreksíþróttafólk og byrjendur æft hlið við hlið af sömu ákefð,“ útskýrir Birgitta. Í WorldFit öðlast fólk aukna alhliða hreysti með fjölbreyttum æfingum allt árið um kring. Æfingarnar samanstanda meðal annars af kraftlyftingum, þolþjálfun, ólympískum lyftum og fimleikahreyfingum. „Við bjóðum upp á tíma fyrir fólk á öllum aldri auk sérútbúinna æfinga fyrir mömmur og konur á meðgöngu, krakka og unglinga. WorldFit er okkar útgáfa af krossþjálfun en æfingar fara fram í WorldFit sölunum í Kringlunni, Tjarnarvöllum, Vatnsmýri og Skólastíg Akureyri. World Class WorldFit meðlimir hafa að auki aðgang að "open gym” WorldFit sal í Laugum.“ Opnir tímar Fyrir þá sem kjósa að mæta í opna tíma er úrval fjölbreyttra tíma í boði. Áhugi og þarfir fólks eru mismunandi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bóka þarf til að tryggja sér pláss í opnu tímana inn á “mínar síður” þar sem viss fjöldi er einungis leyfður fyrir hvern sal. „Við bjóðum upp á mikið úrval af skemmtilegum tímum fyrir fólk á öllum aldri. Opnir tímar standa korthöfum til boða þeim að kostnaðarlausu. Sem dæmi um opna tíma má nefna: Hjólatíma og hjólaþjálfun, skokkhópa, Infrared heita tíma í jóga, Foam Flex bandvefslosun, Mix pilates, Barre, HotFit, kvið og bak. Svo eru Zumba, Tabata, Buttlift, vaxtarmótun og fleiri fjölbreyttir tímar í stórum hóptímasölum.“ Heilsa Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Sjá meira
„Það er mikil orka á World Class stöðvunum á nýju ári. Heilsuræktin er ávallt tekin af fullum krafti þar sem margir sem æfa reglulega hafa ekki náð æfingum yfir hátíðisdagana,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class og Laugar Spa. Hún segir einnig klassískt að strengja áramótaheit til að koma sér í gang í heilsurækt. Margir stefni einnig á skíða- eða gönguferðir á árinu eða jafnvel keppnir og vilja undirbúa sig sem best. Lang best sé að gera heilsurækt að föstum lið í lífinu. „Það er svo margt sem hægt er að njóta betur þegar styrkurinn og úthaldið er í lagi. Heilsuræktin þarf að vera partur af vikuskipulaginu, þannig nást reglulegar æfingar og svo eftir nokkrar vikur verður styrkurinn og úthaldið betra. Andleg og líkamleg vellíðan fylgir með. Fjölbreytnin sem World Class heilsuræktarstöðvarnar bjóða upp á gerir það að verkum að allir geta fundið sér æfingaform sem þeim finnst skemmtilegt og hentar, hvort sem fólk er að byrja eða að koma sér af stað eftir hlé eða vill breyta um æfingaform,“ segir Birgitta. Tækjasalir World Class stöðvanna eru mjög vel búnir tækjum sem henta öllum til styrktar- og þolæfinga. Birgitta mælir með því að æfa eftir æfingaáætlun hvort sem einn eða fleiri æfa saman og má nálgast æfingaáætlanir hjá einkaþjálfurum hér. World Class býður úrval fjölbreyttra opinna tíma, námskeiða, einkaþjálfun og netþjálfun. „Netþjálfunina fórum við af stað með rétt áður en kórónuveiran skall á. Það getur hver sem er keypt aðgang að Netþjálfun World Class og fær þá innan sólarhrings sendan aðgang til að sækja app í símann og hlekk að heimasíðu þar sem prógrammið er keyrt í gegn. Meðal annars er boðið upp á grunnþjálfun í ketilbjöllum, líkamsþyngdaræfingar heima, æfingaáætlun í tækjasal og rassaæfingaprógramm. Myndbönd eru af öllum æfingum og leiðbeiningar fylgja,“ útskýrir Birgitta. Hún leggur áherslu á að vel sé hugað að sóttvörnum og hvetur fólk til að kynna sér úrval námskeiða og opinna tíma á stöðvunum. „World Class heilsuræktarstöðvarnar eru þekktar fyrir að vera með einstaklega gott starfsfólk sem leggur mikla áherslu á að meðlimum líði vel og þeir fái góða þjónustu í heilsuræktinni og í afgreiðslunni. Ræstitæknarnir eru sífellt að þrífa og sótthreinsa til að halda hreinlætinu og sóttvörnum í lagi. Meðlimir eru einnig stöðugt minntir á sínar einstaklings-sóttvarnir með sótthreinsistöndum við inn- og útganga og víðar í stöðvunum ásamt því að taka sér sótthreinsibrúsa og klút til þess að strjúka af áhöldum fyrir og eftir notkun.“ Gott að fá aðhaldið á námskeiðunum Netþjálfun hentar ekki öllum og í boði eru fjölbreytt námskeið sem kennd eru á staðnum sem halda fólki við efnið. „Fjölbreytt úrval 4 - 6 vikna námskeiða sem kennd eru tvisvar til þrisvar í viku hefjast í janúar. Þau veita gott aðhald þar sem það eru litlir lokaðir hópar með fasta mætingu. Þjálfarinn hefur góða yfirsýn og veitir gott aðhald,“ útskýrir Birgitta. „Meðal vinsælla námskeiða eru námskeið kennd í Infrared hita eins og jóganámskeið fyrir stirða og sér tímar fyrir karlmenn, námskeið með áherslu á öndun og hugleiðslu, Pilates og Barre. Þá eru námskeiðin fyrir nýbakaðar mömmur með börnin með og meðgöngufit mikilvæg þar sem vinátta, hjálpsemi og góð ráð eru gefin. Absolute Training styrktar- og þol námskeiðin eru mjög markviss þar sem hver tími byrjar á 15 mín markmiðasetningu og markmiðin svo yfirfarin til halda andlega hlutanum og æfingunum markvisst gangandi.“ Erfiðleikastig aðlagað þátttakendum „WorldFit æfingakerfið er fyrir alla því erfiðleikastig æfinga er aðlagað hverjum og einum. Þannig getur afreksíþróttafólk og byrjendur æft hlið við hlið af sömu ákefð,“ útskýrir Birgitta. Í WorldFit öðlast fólk aukna alhliða hreysti með fjölbreyttum æfingum allt árið um kring. Æfingarnar samanstanda meðal annars af kraftlyftingum, þolþjálfun, ólympískum lyftum og fimleikahreyfingum. „Við bjóðum upp á tíma fyrir fólk á öllum aldri auk sérútbúinna æfinga fyrir mömmur og konur á meðgöngu, krakka og unglinga. WorldFit er okkar útgáfa af krossþjálfun en æfingar fara fram í WorldFit sölunum í Kringlunni, Tjarnarvöllum, Vatnsmýri og Skólastíg Akureyri. World Class WorldFit meðlimir hafa að auki aðgang að "open gym” WorldFit sal í Laugum.“ Opnir tímar Fyrir þá sem kjósa að mæta í opna tíma er úrval fjölbreyttra tíma í boði. Áhugi og þarfir fólks eru mismunandi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bóka þarf til að tryggja sér pláss í opnu tímana inn á “mínar síður” þar sem viss fjöldi er einungis leyfður fyrir hvern sal. „Við bjóðum upp á mikið úrval af skemmtilegum tímum fyrir fólk á öllum aldri. Opnir tímar standa korthöfum til boða þeim að kostnaðarlausu. Sem dæmi um opna tíma má nefna: Hjólatíma og hjólaþjálfun, skokkhópa, Infrared heita tíma í jóga, Foam Flex bandvefslosun, Mix pilates, Barre, HotFit, kvið og bak. Svo eru Zumba, Tabata, Buttlift, vaxtarmótun og fleiri fjölbreyttir tímar í stórum hóptímasölum.“
Heilsa Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Sjá meira