Hefði ekki hætt nema vegna þess að tapið var gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 11:30 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson kveðst ánægður með að lið undir stjórn Lars Lagerbäck skyldi reynast banabiti hans sem þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Hann segir að tap gegn Íslandi hafi verið of slæmt til að enska þjóðin gæti unað honum að halda áfram í starfi. „Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
„Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti