Fótbolti

Barcelona tilbúið að selja Memphis til Juventus til að geta fengið Morata

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Álvaro Morata er nokkuð óvænt á óskalista Barcelona.
Álvaro Morata er nokkuð óvænt á óskalista Barcelona. getty/Sportinfoto

Spænski landsliðsframherjinn Álvaro Morata gæti bæst í fámennan hóp leikmanna sem hafa bæði spilað fyrir erkifjendurna Barcelona og Real Madrid.

Morata er í láni hjá Juventus frá Atlético Madrid. Ítalska liðið ætlar þó ekki að nýta sér forkaupsrétt á honum eftir að tímabilinu lýkur.

Xavi, nýr knattspyrnustjóri Barcelona, hefur mikinn áhuga á að fá Morata á láni og það strax í janúar.

Til liðka fyrir því er Barcelona tilbúið að selja Memphis Depay til Juventus. Ekki er þó vitað hversu mikinn áhuga Juventus hefur á hollenska landsliðsmanninum. Barcelona fékk Memphis á frjálsri sölu frá Lyon í sumar. Hann hefur skorað átta mörk í 21 leik fyrir félagið.

Þrátt fyrir félagið sé stórskuldugt keypti Barcelona Ferran Torres frá Manchester City í fyrradag. Hann gerði fimm ára samning við Barcelona.

Næsti leikur Barcelona er gegn Mallorca á útivelli á sunnudaginn. Börsungar eru í 7. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Tíu smitaðir hjá Barcelona í jólafríinu

Tíu leikmenn Barcelona hafa greinst með kórónuveirusmit og fimm smit hafa greinst hjá Atlético Madrid, nú þegar keppni er að hefjast að nýju í spænsku 1. deildinni í fótbolta eftir stutt jólafrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×