„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 21:54 Notkun stórvirkra snjótætara eða blásasra hefur auðveldað snjómoksturinn mjög á seinni árum. Vísir/Tryggvi Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“ Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“
Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00
Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30