„Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. janúar 2022 19:23 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að landsmenn þurfi nú að taka því rólega eftir hátíðarhasarinn. Vísir/Vilhelm Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37
Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12
Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01