Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 16:02 Umboðsmanni barna hefur borist fjöldi ábendinga um að börn þurfi oft að standa úti og bíða lengi eftir að komast í sýnatöku fyrir Covid-19 hjá heilsugæslunni. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira