Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2022 20:07 Magnús flakari í Hafnarfirði brestur oft í söng í vinnslusalnum við mikla ánægju og hrifningu starfsfólksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum. Magnús vinnur í frystihúsinu við Lónsbraut 1 í Hafnarfirði þar sem hann er mest megnis að vinna á flökunarvélinni en hann hefur líka gaman af því að taka hnífinn og handflaka. Hann hefur starfið við flökun og verið til sjós til fjölda ára og alltaf kunnað vel við sig í starfi. Magnús er ótrúlega ern, 85 ára gamall, alltaf kátur og hress. Hann segir að það sé meira en nóg af fiski í sjónum. „Já, það er nóg, það má drepa meira af honum, ég er alveg sammála því. Fiskurinn gefur lífinu lit, hann er númer eitt, tvö og þrjú, maður hefur ekki þekkt neitt annað í lífinu nema fisk. Ég reyni alltaf að vera jákvæður og glaður, ef ég væri það ekki væri ég helvítis fýlupúki,“ segir Magnús og skellihlær. Magnús, sem er 85 ára er ekkert á því að slaka á enda vinnur hann alla daga í fiskvinnslu í Hafnarfirði við flökun og önnur störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki frystihússins að flaka fisk og sú kennsla hefur skilað sér, starfsfólk er mjög fljótt að flaka og gerir það vel. „Þau eru snillingar, það er ekki hægt að hafa fiskinn fallegri eftir flökunina hjá þeim,“ segir Magnús. Það er ekki nóg með að Magnús í Hafnarfirði sé góður flakari, hann er líka góður söngvari enda brestur hann oft í söng í vinnslusalnum við mikla kátínu starfsfólks. Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki að flaka fisk. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Magnús vinnur í frystihúsinu við Lónsbraut 1 í Hafnarfirði þar sem hann er mest megnis að vinna á flökunarvélinni en hann hefur líka gaman af því að taka hnífinn og handflaka. Hann hefur starfið við flökun og verið til sjós til fjölda ára og alltaf kunnað vel við sig í starfi. Magnús er ótrúlega ern, 85 ára gamall, alltaf kátur og hress. Hann segir að það sé meira en nóg af fiski í sjónum. „Já, það er nóg, það má drepa meira af honum, ég er alveg sammála því. Fiskurinn gefur lífinu lit, hann er númer eitt, tvö og þrjú, maður hefur ekki þekkt neitt annað í lífinu nema fisk. Ég reyni alltaf að vera jákvæður og glaður, ef ég væri það ekki væri ég helvítis fýlupúki,“ segir Magnús og skellihlær. Magnús, sem er 85 ára er ekkert á því að slaka á enda vinnur hann alla daga í fiskvinnslu í Hafnarfirði við flökun og önnur störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki frystihússins að flaka fisk og sú kennsla hefur skilað sér, starfsfólk er mjög fljótt að flaka og gerir það vel. „Þau eru snillingar, það er ekki hægt að hafa fiskinn fallegri eftir flökunina hjá þeim,“ segir Magnús. Það er ekki nóg með að Magnús í Hafnarfirði sé góður flakari, hann er líka góður söngvari enda brestur hann oft í söng í vinnslusalnum við mikla kátínu starfsfólks. Magnús hefur m.a. það hlutverk að kenna erlendu starfsfólki að flaka fisk. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira