Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 20:31 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16