Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 20:14 Gylfi Þór er forstöðumaður farsóttarhúsanna. Vísir/Vilhelm „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. „Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
„Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira