Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. janúar 2022 22:30 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Á Facebook-hópnum Mæðratips, sem er umræðuvettvangur tileinkaður mæðrum, hafa spunnist miklar umræður um hvort ráðlegt sé að senda börn í skólann á tímum þar sem ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst vítt og hratt um samfélagið. Einhverjar mæður hafa einfaldlega sagst ekki ætla að senda börnin í skólann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að betra hefði verið ef skólabyrjun yrði frestað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir áramót. Þeirri tillögu var hafnað við setningu nýrrar reglugerðar um takmarkanir vegna farsóttarinnar. Mikilvægt að skólar sníði stakk eftir vexti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lykilatriði að foreldrar sem ætli sér ekki að senda börnin í skólann láti vita og biðja um frí fyrir börnin. „En þetta er þessi tími árs þegar börnin hlakka til að koma til baka og hitta félagana í skólanum og frístundastarfinu,“ sagði Helgi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En það er uggur í mörgum, sannarlega.“ Helgi segir þá að í mörgum skólum hafi komið upp veikindi hjá starfsfólki og því sé mikilvægt fyrir stjórnendur að skipuleggja skólastarf út frá starfsmannahaldi, veikindum barna og fjarveru vegna sóttkvíar. „Svo þarf líka að skipuleggja skólastarfið út frá þeim reglugerðum sem gilda núna,“ segir Helgi. Hann segir yngri börn njóta forgangs ef til þess komi að draga þurfi úr skólastarfi með þeim hætti að ekki sé hægt að taka á móti öllum í skólana, til að mynda vegna manneklu. „Það getur komið til þess að við þurfum að beita svona fáliðunarferlum og þá eru það [yngri börnin] sem njóta forgangs. Eldri börnin geta kannski verið heima á eigin forsendum í nokkurs konar fjarnámi. En við þurfum bara að anda í kvið og aðeins feta þessa vikuna áfram þangað til að bólusetning hefst í næstu viku.“ Fyrir áramót var tilkynnt að á morgun, mánudaginn 3. janúar, yrði lokað í grunn- og leikskólum í Reykjavík vegna „skipulagsdags.“ Dagurinn á að gera starfsfólki í skólum og frístundastarfi kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi sóttvarnareglugerðir og þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. 29. desember 2021 19:01
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16