Ættum að draga okkur inn í skel til að halda atvinnulífinu gangandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 12:41 Víðir Reynisson er áhyggjufullur yfir stöðunni. Vísir/Arnar Allar hugmyndir um að veita atvinnurekendum vald til að kalla fólk í sóttkví í vinnu hafa verið slegnar út af borðinu. Almannavarnir reyna nú að finna nýjar lausnir til að geta haldið atvinnulífinu á floti næstu vikur á meðan metfjöldi Íslendinga er í einangrun og sóttkví. Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun. Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun.
Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira