Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2022 21:53 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Reykjavíkurborg er búin að skipuleggja hverfi áttahundruð íbúða á svæðinu. En fyrst þarf að færa flugvallargirðinguna til að borgin fái landið afhent. Samningur samgönguráðherra og borgarstjóra í nóvember 2019 gæti hins vegar hafa fært Isavia neitunarvald gagnvart því að girðingin verði færð. Svona sér borgin fyrir sér nýja íbúðabyggð í Skerjafirði skammt frá flugbrautunum.Reykjavíkurborg Í samkomulagi ríkis og borgar fyrir tveimur árum fólst í raun ákveðið vopnahlé. Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt meðan verið væri að kanna nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Stóra spurningin er hvort færsla flugvallargirðingarinnar muni skerða rekstraröryggi flugvallarins. „Við höfum áhyggjur af þessu. Öll þétting byggðar í kringum flugvelli hefur áhrif á aðstæður á braut, á vindafar á braut,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Hún segir eitt það versta þegar flugvélar í vindi detti inn í lognpoll sem byggingarnar skapi þegar þær nálgist brautina. Ennfremur hafi Isavia áhyggjur af framkvæmdatímanum í hverfinu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Isavia segir Hlíðarendabyggð hafa merkjanleg áhrif á hreyfingar flugvéla.Vísir/Vilhelm Sigrún vitnar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera þar sem áhættan var talin þolanleg en samt yrði að taka tillit til hennar. „Þetta getur skapað ókyrrð. Það er búið að setja þetta í líkön og herma þetta. Og það er sagt OK: Þetta gæti gerst einu sinni í mánuði eða eitthvað þessháttar. Við vitum það hins vegar ekki fyrr en í raun að byggingarnar eru komnar. Við sjáum alveg áhrifin frá Hlíðarendabyggingunum. Þær hafa merkjanleg áhrif,“ segir Sigrún Björk. Borgin vill hefja jarðvegsskipti í vor og gerð hljóðmanar, að sögn Sigrúnar. „Það mun verða sett upp hljóðmön. Hún gæti líka haft áhrif á aðstæður á braut. Og við viljum láta skoða það dálítið rækilega áður en við gefum heimild til þess. En áform borgarinnar eru að þessar framkvæmdir hefjist núna í vor, sumar.“ Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, gerðu hinn umdeilda samning um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Sigrún segir að ríkið hafi selt borginni landið á sínum tíma og Isavia sé því í þröngri stöðu að vinna úr tveggja ára gömlu samkomulagi ríkis og borgar. En telur hún koma til greina að Isavia segi einfaldlega nei? „Ja.. ég veit bara ekki hvort við höfum heimild til þess að segja nei. Þegar samgönguráðherra og borg hafa gert með sér samkomulag þá set ég bara spurningamerki við hversu afdráttarlaus neitun Isavia getur verið, nema að undangengnum bara mjög ítarlegum rannsóknum á afleiðingum þess.“ -En eins og þú sérð þetta núna, þá skerðir þetta rekstraröryggi flugvallarins? „Þetta mun gera það. Öll þétting byggðar í kringum flugvelli gerir það,“ svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Samgöngur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Reykjavíkurborg er búin að skipuleggja hverfi áttahundruð íbúða á svæðinu. En fyrst þarf að færa flugvallargirðinguna til að borgin fái landið afhent. Samningur samgönguráðherra og borgarstjóra í nóvember 2019 gæti hins vegar hafa fært Isavia neitunarvald gagnvart því að girðingin verði færð. Svona sér borgin fyrir sér nýja íbúðabyggð í Skerjafirði skammt frá flugbrautunum.Reykjavíkurborg Í samkomulagi ríkis og borgar fyrir tveimur árum fólst í raun ákveðið vopnahlé. Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt meðan verið væri að kanna nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Stóra spurningin er hvort færsla flugvallargirðingarinnar muni skerða rekstraröryggi flugvallarins. „Við höfum áhyggjur af þessu. Öll þétting byggðar í kringum flugvelli hefur áhrif á aðstæður á braut, á vindafar á braut,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Hún segir eitt það versta þegar flugvélar í vindi detti inn í lognpoll sem byggingarnar skapi þegar þær nálgist brautina. Ennfremur hafi Isavia áhyggjur af framkvæmdatímanum í hverfinu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Isavia segir Hlíðarendabyggð hafa merkjanleg áhrif á hreyfingar flugvéla.Vísir/Vilhelm Sigrún vitnar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera þar sem áhættan var talin þolanleg en samt yrði að taka tillit til hennar. „Þetta getur skapað ókyrrð. Það er búið að setja þetta í líkön og herma þetta. Og það er sagt OK: Þetta gæti gerst einu sinni í mánuði eða eitthvað þessháttar. Við vitum það hins vegar ekki fyrr en í raun að byggingarnar eru komnar. Við sjáum alveg áhrifin frá Hlíðarendabyggingunum. Þær hafa merkjanleg áhrif,“ segir Sigrún Björk. Borgin vill hefja jarðvegsskipti í vor og gerð hljóðmanar, að sögn Sigrúnar. „Það mun verða sett upp hljóðmön. Hún gæti líka haft áhrif á aðstæður á braut. Og við viljum láta skoða það dálítið rækilega áður en við gefum heimild til þess. En áform borgarinnar eru að þessar framkvæmdir hefjist núna í vor, sumar.“ Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, gerðu hinn umdeilda samning um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Sigrún segir að ríkið hafi selt borginni landið á sínum tíma og Isavia sé því í þröngri stöðu að vinna úr tveggja ára gömlu samkomulagi ríkis og borgar. En telur hún koma til greina að Isavia segi einfaldlega nei? „Ja.. ég veit bara ekki hvort við höfum heimild til þess að segja nei. Þegar samgönguráðherra og borg hafa gert með sér samkomulag þá set ég bara spurningamerki við hversu afdráttarlaus neitun Isavia getur verið, nema að undangengnum bara mjög ítarlegum rannsóknum á afleiðingum þess.“ -En eins og þú sérð þetta núna, þá skerðir þetta rekstraröryggi flugvallarins? „Þetta mun gera það. Öll þétting byggðar í kringum flugvelli gerir það,“ svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Samgöngur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22
„Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15
Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50
Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58