„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 11:33 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. Tæplega 1.300 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær og eru það svipaðar tölur og undanfarna viku, þar sem hvert smitmetið hefur verið slegið á fætur öðru. Ómíkronafbrigði veirunnar virðist nú hafa náð yfirráðum og delta-afbrigðið orðið mun sjaldgæfara en það var áður en ómíkron mætti til leiks. „Það eru jákvæðar vísbendingar um að ómíkron veiki síður. Þetta er að gerast allt mjög hratt en nú eru mjög margir komnir í sóttkví og einangrun, sem hafa í gegn um faraldurinn verið helstu vopnin en það er þannig að þetta er farið að hökta, margt í okkar starfi og sama gildir um skólana,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundi með skólayfirvöldum á hverjum degi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól að skólarnir tækju sér lengra jólafrí en áður og starf þeirra hæfist ekki aftur fyrr en 10. janúar. Heilbrigðisráðherra féllst ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis og mættu flest börn aftur í skóla í morgun eftir jólafríið. „Við höfum í gegn um þennan faraldur lagt áherslu á það að halda skólastarfi opnu og ég styð skólamálaráðherrann í því verkefni og kennarana. Þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi,“ segir Willum sem segir áætlanir núna um að fundað verði með skólayfirvöldum á hverjum degi um stöðu faraldursins. Margir hafa nú kallað eftir langtímastefnu um sóttvarnaaðgerðir, sem Willum segir erfitt þar sem meta verði stöðuna dag frá degi. „Við þurfum að hemja veiruna, það er ljóst, og við þurfum að taka einn dag í einu og við þurfum að halda starfsemi hér í landinu gangandi. Það er krefjandi og snúið verkefni en það þýðir ekki að láta veiruna fyrirfram stoppa okkur,“ segir Willum. Klippa: Ætlar að funda með skólayfirvöldum á hverjum degi vegna Covid „Þegar svona tekur á kalla margir eftir stefnu en við erum í þessari baráttu dag frá degi og við sjáum það bara að ef við ekki náum að hemja veiruna, þannig að smitin verði of mörg og of margir fari í einangrun og sóttkví, þá erum við farin að hamla starfsemi ansi mikið. En síðan verðum við að skoða hvaða efnahagslegu afleiðingar þetta hefur og félagslegar og meta þetta jöfnum höndum.“ Taka þurfi tillit til andlegrar- og félagslegrar líðan barna Ekki sé á borðinu núna að herða takmarkanir enn frekar, en langt er um liðið síðan þær voru jafn strangar og nú. „Við búum við ansi miklar takmarkanir og við höfum gert það núna í tvær vikur. Þetta ómíkron-afbrigði er bráðsmitandi og við verðum bara að takast á við þetta verkefni,“ segir Willum. Það sé ekki vænlegt að fara í enn frekari takmarkanir, sérstaklega er varðar skólana. „Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Mikilvægt sé að halda rútínu fyrir börnin. „Það alveg rétt að þegar eru svona margir komnir í einangrun og sóttkví að þá er það farið að virka hamlandi víða og við höfum endurskoðað reglur um einangrun og sóttvarnalæknir metið það þannig að það sé óhætt að fara í sjö daga. Síðan er verið að skoða reglur um vinnusóttkví og ég á von á breytingum í þá veru.“ Vonandi takist að hamla útbreiðslu veirunnar með þeim takmörkunum sem nú séu í gildi. „Við erum með samfélagslegar takmarkanir í gangi og mátum það þannig að þær myndu aðeins hemja veiruna. Síðan er það hitt, reglur eru eitt en síðan þurfum við að vera skynsöm.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Tæplega 1.300 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær og eru það svipaðar tölur og undanfarna viku, þar sem hvert smitmetið hefur verið slegið á fætur öðru. Ómíkronafbrigði veirunnar virðist nú hafa náð yfirráðum og delta-afbrigðið orðið mun sjaldgæfara en það var áður en ómíkron mætti til leiks. „Það eru jákvæðar vísbendingar um að ómíkron veiki síður. Þetta er að gerast allt mjög hratt en nú eru mjög margir komnir í sóttkví og einangrun, sem hafa í gegn um faraldurinn verið helstu vopnin en það er þannig að þetta er farið að hökta, margt í okkar starfi og sama gildir um skólana,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundi með skólayfirvöldum á hverjum degi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól að skólarnir tækju sér lengra jólafrí en áður og starf þeirra hæfist ekki aftur fyrr en 10. janúar. Heilbrigðisráðherra féllst ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis og mættu flest börn aftur í skóla í morgun eftir jólafríið. „Við höfum í gegn um þennan faraldur lagt áherslu á það að halda skólastarfi opnu og ég styð skólamálaráðherrann í því verkefni og kennarana. Þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi,“ segir Willum sem segir áætlanir núna um að fundað verði með skólayfirvöldum á hverjum degi um stöðu faraldursins. Margir hafa nú kallað eftir langtímastefnu um sóttvarnaaðgerðir, sem Willum segir erfitt þar sem meta verði stöðuna dag frá degi. „Við þurfum að hemja veiruna, það er ljóst, og við þurfum að taka einn dag í einu og við þurfum að halda starfsemi hér í landinu gangandi. Það er krefjandi og snúið verkefni en það þýðir ekki að láta veiruna fyrirfram stoppa okkur,“ segir Willum. Klippa: Ætlar að funda með skólayfirvöldum á hverjum degi vegna Covid „Þegar svona tekur á kalla margir eftir stefnu en við erum í þessari baráttu dag frá degi og við sjáum það bara að ef við ekki náum að hemja veiruna, þannig að smitin verði of mörg og of margir fari í einangrun og sóttkví, þá erum við farin að hamla starfsemi ansi mikið. En síðan verðum við að skoða hvaða efnahagslegu afleiðingar þetta hefur og félagslegar og meta þetta jöfnum höndum.“ Taka þurfi tillit til andlegrar- og félagslegrar líðan barna Ekki sé á borðinu núna að herða takmarkanir enn frekar, en langt er um liðið síðan þær voru jafn strangar og nú. „Við búum við ansi miklar takmarkanir og við höfum gert það núna í tvær vikur. Þetta ómíkron-afbrigði er bráðsmitandi og við verðum bara að takast á við þetta verkefni,“ segir Willum. Það sé ekki vænlegt að fara í enn frekari takmarkanir, sérstaklega er varðar skólana. „Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Mikilvægt sé að halda rútínu fyrir börnin. „Það alveg rétt að þegar eru svona margir komnir í einangrun og sóttkví að þá er það farið að virka hamlandi víða og við höfum endurskoðað reglur um einangrun og sóttvarnalæknir metið það þannig að það sé óhætt að fara í sjö daga. Síðan er verið að skoða reglur um vinnusóttkví og ég á von á breytingum í þá veru.“ Vonandi takist að hamla útbreiðslu veirunnar með þeim takmörkunum sem nú séu í gildi. „Við erum með samfélagslegar takmarkanir í gangi og mátum það þannig að þær myndu aðeins hemja veiruna. Síðan er það hitt, reglur eru eitt en síðan þurfum við að vera skynsöm.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29
Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16