Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 12:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa séð neinar tillögur um sóttvarnaaðgerðir hjá þeim þingmönnum sem eru á móti þeim. Vísir Wilhelm Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira