Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 13:41 Aron Pálmarsson skoraði tíu mörk gegn Dönum í sigri Íslendinga í fyrsta leik á EM fyrir tveimur árum. Danir sátu þá eftir í riðlakeppninni en urðu svo heimsmeistarar í Egyptalandi ári síðar. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01