Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 10:00 Erlingur Richardsson hefur gert flotta hluti með hollenska landsliðið og vonast til að taka annað skref í rétta átt á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. EPA-EFE/Marcin Gadomski Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku. Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira