„Þá skall þetta bara á okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 12:30 Dagur Sigurðsson og hans menn verða ekki með á Asíumótinu sem væntanlega hefur í för með sér að Japan verði ekki með á HM á næsta ári. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs. Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag. Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag.
Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30
Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16
„Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31
Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41