Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 09:30 Læknanemar svara í símann en leita til sérfræðinga ef þeir sem hringja þurfa ítarlegri svör. Margar fyrirspurnirnar varða persónulegar aðstæður viðkomandi einstaklinga. epa/Zoltan Balogh Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. Starfsmenn símaþjónustunnar eru læknanemar, sem svara símtölunum frá aðstöðu sem hefur verið komið upp á háskólasjúkrahúsum víðsvegar um landið. Robin Peeters, innkirtlasérfræðingur við Erasmus-læknamiðstöðina í Rotterdam og annar stofnanda þjónustunnar, segir viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar. Peeters sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn NOS að svo virtist sem fleiri óbólusettir hefðu ákveðnar efasemdir frekar en að þeir væru beinlínis á móti bólusetningum. Sagði hann þjónustuna miða að því að hjálpa einstaklingum að komast að niðurstöðu og freista þess þannig að draga úr spítalainnlögnum af völdum Covid-19. Þeir sem hringja í þjónustusímann falla í þrjá flokka, að sögn Peeters. Fyrst væru þeir sem eru með spurningar um það hvaða áhrif bóluefnin munu hafa á þá persónulega, til dæmis vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra lyfja sem viðkomandi eru að taka. Þá væru margir sem hefðu spurningar um áhrif bólusetninga á meðgöngu og frjósemi. Þriðji hópurinn væru þeir sem væru beinlínis á móti bóluefnum en reynt væri að halda samtölum við þá í styttri kantinum til að geta svarað þeim sem hefðu raunverulegar spurningar um bólusetninguna. Peeters segir þjónustunni ekki ætlað að sannfæra fólk eða þvinga það í bólusetningu. Í hvert sinn sem læknanemarnir gætu ekki svarað spurningu, væri leitað til sérfræðinga til að tryggja að þeir sem hringdu inn fengju nákvæm svör. The Guardian greindi frá. Á Íslandi geta þeir sem hafa spurningar um bólusetninguna gegn Covid-19 leitað svara á covid.is og fengið nánari upplýsingar í netspjallinu á síðunni. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Starfsmenn símaþjónustunnar eru læknanemar, sem svara símtölunum frá aðstöðu sem hefur verið komið upp á háskólasjúkrahúsum víðsvegar um landið. Robin Peeters, innkirtlasérfræðingur við Erasmus-læknamiðstöðina í Rotterdam og annar stofnanda þjónustunnar, segir viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar. Peeters sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn NOS að svo virtist sem fleiri óbólusettir hefðu ákveðnar efasemdir frekar en að þeir væru beinlínis á móti bólusetningum. Sagði hann þjónustuna miða að því að hjálpa einstaklingum að komast að niðurstöðu og freista þess þannig að draga úr spítalainnlögnum af völdum Covid-19. Þeir sem hringja í þjónustusímann falla í þrjá flokka, að sögn Peeters. Fyrst væru þeir sem eru með spurningar um það hvaða áhrif bóluefnin munu hafa á þá persónulega, til dæmis vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra lyfja sem viðkomandi eru að taka. Þá væru margir sem hefðu spurningar um áhrif bólusetninga á meðgöngu og frjósemi. Þriðji hópurinn væru þeir sem væru beinlínis á móti bóluefnum en reynt væri að halda samtölum við þá í styttri kantinum til að geta svarað þeim sem hefðu raunverulegar spurningar um bólusetninguna. Peeters segir þjónustunni ekki ætlað að sannfæra fólk eða þvinga það í bólusetningu. Í hvert sinn sem læknanemarnir gætu ekki svarað spurningu, væri leitað til sérfræðinga til að tryggja að þeir sem hringdu inn fengju nákvæm svör. The Guardian greindi frá. Á Íslandi geta þeir sem hafa spurningar um bólusetninguna gegn Covid-19 leitað svara á covid.is og fengið nánari upplýsingar í netspjallinu á síðunni.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira