360 börn voru bólusett á Selfossi í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2022 12:30 Heilbrigðisstofnun Suðurlands vilhelm gunnarsson Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. Heilbrigðisstofnanir um land allt undirbúa nú bólusetningu barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13
Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30
Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58