Sjúklingar sendir heim af Vogi vegna hópsmits Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 19:53 Yfirlæknir á Vogi segir að sóttvarnir hafi verið í hávegum hafðar síðustu daga og allir sjúklingar fara í PCR próf degi fyrir innlögn á Vog. Smit gæti því hafa komið frá starfsmanni en smitrakning liggur ekki fyrir. Yfirlæknir segir líklegt að smit hafi borist úr mismunandi áttum. Vísir/Sigurjón Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. Enn eru einhverjir eftir á sjúkrahúsinu en rúmlega tuttugu manns hafa verið sendir heim í sóttkví. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Sjúklingar og starfsmenn tóku hraðpróf í dag en niðurstöður úr PCR prófum liggja væntanlega fyrir í kvöld eða á morgun. „Það eru ekki allir farnir heim en allir þeir sem gátu farið heim fóru heim, af því að allir þurfa að fara í sóttkví. Þannig að við setjum meðferðina á bið í einhverja daga og tökum svo upp þráðinn,“ segir Valgerður og bætir við að staðan sé slæm í ljósi eðlis starfseminnar. Einhverjir sjúklinga hafa verið sendir heim með afvötnunarlyf en Valgerður segir að það hafi verið í undantekningartilvikum: „Það var bara gert með varkárni, við myndum ekki senda neinn heim í hættu,“ segir Valgerður og bætir við að sjúklingar og starfsmenn hafi almennt tekið fréttunum vel. Vonir séu bundnar við að hægt verði að halda starfseminni áfram gangandi. „Það er ekkert gott við þetta, en allir sem eru að koma til okkar þeir eru að koma einhvers staðar frá og eru búinir að vera oft í mikilli neyslu lengi. En við þurfum bara að fresta afeitrun og fresta meðferð, eins skítt og það er,“ segir Valgerður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Enn eru einhverjir eftir á sjúkrahúsinu en rúmlega tuttugu manns hafa verið sendir heim í sóttkví. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Sjúklingar og starfsmenn tóku hraðpróf í dag en niðurstöður úr PCR prófum liggja væntanlega fyrir í kvöld eða á morgun. „Það eru ekki allir farnir heim en allir þeir sem gátu farið heim fóru heim, af því að allir þurfa að fara í sóttkví. Þannig að við setjum meðferðina á bið í einhverja daga og tökum svo upp þráðinn,“ segir Valgerður og bætir við að staðan sé slæm í ljósi eðlis starfseminnar. Einhverjir sjúklinga hafa verið sendir heim með afvötnunarlyf en Valgerður segir að það hafi verið í undantekningartilvikum: „Það var bara gert með varkárni, við myndum ekki senda neinn heim í hættu,“ segir Valgerður og bætir við að sjúklingar og starfsmenn hafi almennt tekið fréttunum vel. Vonir séu bundnar við að hægt verði að halda starfseminni áfram gangandi. „Það er ekkert gott við þetta, en allir sem eru að koma til okkar þeir eru að koma einhvers staðar frá og eru búinir að vera oft í mikilli neyslu lengi. En við þurfum bara að fresta afeitrun og fresta meðferð, eins skítt og það er,“ segir Valgerður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira