Þurftu að mæta í útileik þrátt fyrir að heimaliðið væri í sóttkví Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 23:31 Leikmenn Inter tóku létta æfingu í stað þess að spila. Mario Carlini / Iguana Press/Getty Images Fresta þurfti leik Bologna og Inter sem átti að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum Bologna. Þrátt fyrir það þurftu leikmenn Inter að mæta og hita upp á meðan að dómarar skoðuðu völlinn. Heimamenn í Bologna voru settir í sjö til tíu daga sóttkví í gær af sóttvarnaryfirvöldum vegna fjölda kórónuveirusmita og því var löngu vitað að leikmenn liðsins myndu alls ekkert mæta til leiks. Forráðamenn ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa hins vegar neitað að fresta leikjum og því þurftu leikmenn Inter að mæta á svæðið og hita upp líkt og um alvöru leik væri að ræða. Dómararnir sem áttu að dæma leikinn tóku þátt í leikþættinum og voru mættir til að skoða netin í mörkunum og ganga úr skugga um að marklínutæknin virkaði sem skildi. Inter Milan's clash with Bologna descends into FARCE as Lautaro Martinez and Co are forced to turn up to away game and train before being given the win, even though their opponents had been put into Covid quarantine https://t.co/wBUPJ71ZXW— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Eins og reglur ítölsku úrvalsdeildarinnar kveða á um var Inter dæmdur 3-0 sigur. Ekki nóg með það heldur er eitt stig einnig dregið af Bologna fyrir að mæta ekki til leiks. Þó eru fordæmi fyrir því að lið geti áfrýjað niðurstöðunni, en á seinasta tímabili var Juventus dæmdur 3-0 sigur gegn Napoli, en þeir síðarnefndu áfrýjuðu ákvörðuninni, fengu stigið sitt til baka, og leiknum var fundin ný tímasetning. Ítalski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Heimamenn í Bologna voru settir í sjö til tíu daga sóttkví í gær af sóttvarnaryfirvöldum vegna fjölda kórónuveirusmita og því var löngu vitað að leikmenn liðsins myndu alls ekkert mæta til leiks. Forráðamenn ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa hins vegar neitað að fresta leikjum og því þurftu leikmenn Inter að mæta á svæðið og hita upp líkt og um alvöru leik væri að ræða. Dómararnir sem áttu að dæma leikinn tóku þátt í leikþættinum og voru mættir til að skoða netin í mörkunum og ganga úr skugga um að marklínutæknin virkaði sem skildi. Inter Milan's clash with Bologna descends into FARCE as Lautaro Martinez and Co are forced to turn up to away game and train before being given the win, even though their opponents had been put into Covid quarantine https://t.co/wBUPJ71ZXW— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Eins og reglur ítölsku úrvalsdeildarinnar kveða á um var Inter dæmdur 3-0 sigur. Ekki nóg með það heldur er eitt stig einnig dregið af Bologna fyrir að mæta ekki til leiks. Þó eru fordæmi fyrir því að lið geti áfrýjað niðurstöðunni, en á seinasta tímabili var Juventus dæmdur 3-0 sigur gegn Napoli, en þeir síðarnefndu áfrýjuðu ákvörðuninni, fengu stigið sitt til baka, og leiknum var fundin ný tímasetning.
Ítalski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira