Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 11:31 Frá komu Júlíusar Geirmundssonar í Ísafjarðarhöfn í október 2020. Hafþór Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55