Svartsýnasta spáin myndi valda „gríðarlegum áföllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2022 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta. 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42
1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57