Frægur eftir að hafa hermt eftir markverði: „Varð miklu stærra en ég hélt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2022 10:01 Þorleifur Úlfarsson sýndi leikhæfileika sína þegar hann hermdi eftir markverði UCLA. vísir/vilhelm Þorleifur Úlfarsson vakti mikla athygli, jafnvel heimsathygli, fyrir rimmu sína við markvörð UCLA í bandaríska háskólaboltanum. Hann segir að atvikið hafi orðið miklu stærra en hann bjóst við. Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira