Innlent

Grunn­skóla­börn lang­þreytt á far­aldrinum

Árni Sæberg skrifar
Nemendur Melaskóla eru þreyttir á Covid-19.
Nemendur Melaskóla eru þreyttir á Covid-19. Stöð 2

Grunnskólabörn eru flest hver orðin langþreytt á kórónuveirunni. Fréttamaður okkar hitti nokkur þeirra í Melaskóla í dag og ræddi við þau um faraldurinn.

Líkt og gefur að skilja eru grunnskólabörn, líkt og flestir landsmenn, komin með nóg af heimsfaraldri Covid-19. 

Aðspurð hvort þau langi að Covid fari að klárast er svarið einróma já. „Allt Covid á bara að hverfa núna,“ segir ungur drengur í þriðja bekk.

Verst þykir þeim að geta ekki hitt vini sína, að þurfa að bera grímu í skólanum og fara í sýnatöku. Þá þykir þeim, sem í því hafa lent, eðli málsins samkvæmt leiðinlegt að vera í sóttkví.

Sum þeirra líta þó á björtu hliðarnar og segja gott að hafa aukinn tíma með fjölskyldum sínum og til að taka upp ný áhugamál. Að ógleymdu því að fá af og til sleppa skólanum.

Svör grunnskólabarna við spurningum fréttamanns má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×