Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira