Sumum nú leyft að útskrifa sjálfan sig úr einangrun vegna álags Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 17:25 MIkið álag er nú á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Einstaklingum sem hafa klárað sjö daga einangrun vegna Covid-19, finna ekki fyrir einkennum og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeild Landspítalans er nú heimilt að útskrifa sjálfa sig úr einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35