„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 12:12 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira