Verkalýðshreyfingin ætlar í mál við ríki og sveitarfélög Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 20:42 Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands. vÍSIR/eGILL Verkalýðshreyfingin hyggst fara í mál við ríki og sveitarfélög vegna ágreinings um nýtingu orlofsréttar þegar starfsmenn lenda í sóttkví. „Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira