Lentu á kafi í vatni í miðjum íshokkíleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 12:15 Íshokkíleikmennirnir Alexei Marchenko og Niko Ojamaki þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að enda ofan í vatni í leik þeirra en myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lykilatriði þegar þú spilar íshokkí er auðvitað að ísinn sé frosinn. Hann var það reyndar í leik í svissnesku deildinni á dögunum en tveir leikmenn enduðu engu að síður á bólakafi í miðjum leik. Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2. Íshokkí Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2.
Íshokkí Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira