Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að bæði útköllin hafi verið foktengd og tilkynningar borist í kringum miðnætti.
Annað útkallið hafi snúið að kofa sem hafi verið að fjúka á Álftanesi og hitt að þakklæðningu sem hafi verið að fjúka af húsi í Grindavík.
„Þetta var bara nokkuð kærkomin róleg nótt,“ segir Davíð Már.